Dómarar mæta í viðtöl eftir leiki

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var útnefndur besti dómari úrvalsdeildarinnar á síðustu …
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var útnefndur besti dómari úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenskir knattspyrnudómarar verða til viðtals eftir umdeild atvik í leikjum tímabilsins í úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildinni, í sumar.

Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Pepsi Max-stúkunnar á Stöð 2 Sport, greindi frá þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

„Við höfum náð samkomulagi við Knattspyrnusambandið og dómarastéttina á Íslandi um að það verða leyfð viðtöl við dómara eftir leiki til þess að fara yfir stór atvik, ef þau eiga sér stað,“ sagði Guðmundur í þættinum.

„Við fáum dómarana til okkar eftir leiki í stóru útsendingunum okkar og við erum ofboðslega ánægð með þetta samkomulag,“ bætti Guðmundur við.

Samstarfið mun fara af stað í júlí, nánar tiltekið eftir lokakeppni EM sem hefst 11. júní og stendur til 11. júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert