Knattspyrnudeild ÍBV hefur tilkynnt að sóknarmaðurinn Stefán Ingi Sigurðarson muni spila með félaginu í sumar. Kemur hann á láni frá Breiðabliki.
Stefán Ingi er 20 ára gamall og lék fjóra deildarleiki með Breiðabliki á síðasta tímabil. Hann hafði fyrr um sumarið leikið með Grindavík á láni, þar sem hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum í Lengjudeildinni.
ÍBV spilar sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á þessu tímabili á morgun þegar liðið heimsækir nýliða Kórdrengja.
Stefán Ingi er nú þegar kominn með leikheimild og getur því tekið þátt í leiknum.
„Það er mikil ánægja hjá knattspyrnuráði með að hafa fengið Stefán til liðsins og vilja forsvarsmenn ÍBV þakka Breiðablik fyrir gott samstarf í þessum félagaskiptum,“ segir meðal annars á heimasíðu ÍBV.