Danski framherjinn Patrick Pedersen skoraði fyrsta markið á Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 2021.
Pedersen kom Valsmönnum yfir gegn ÍA á 55. mínútu, 1:0, gegn Skagamönnum í leik liðanna sem hófst klukkan 20 á Hlíðarenda.
Þetta er hans 71. mark í 101 leik með Val í úrvalsdeildinni og hann er þriðji markahæsti leikmaður sögunnar á Hlíðarenda.