Það er bara áfram gakk

Ásgeir Eyþórsson fyrirliði Fylkis.
Ásgeir Eyþórsson fyrirliði Fylkis. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Mér finnst alltaf smá fiðringur að byrja fyrsta leik í mótinu en það var kraftur í okkur,“ sagði Ásgeir Eyþórsson fyrirliði Fylkis eftir 2:0 tap fyrir FH þegar liðin mættust í fyrstu umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi-Max-deildinni.

„Við ætluðum að liggja aftarlega og beita skyndisóknum, mér fannst við leysa það vel og okkur leið nokkuð vel því FH var ekki að skapa mikið en svo kemur þetta mark, frekar ódýrt að mínu mati og síðan þessi tvö gulu spjöld, sem mér fannst bæði frekar vafasöm. Það drepur aðeins leikinn en við vonuðumst til að að halda þeim bara í einu og ætluðum að koma marki á þá en svo kemur annað markið þeirra.“ 

„Við erum með tvo í banni og nokkra meidda en erum með flottan hóp og erum bara spenntir fyrir sumrinu. Þetta er bara einn leikur og við hengjum ekkert haus þrátt fyrir þetta tap. Það er bara áfram gakk.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert