Ívar Orri Kristjánsson dæmir stórleik Breiðabliks og KR í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á sunnudaginn kemur. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en báðum liðum er spáð góðu gengi í deildinni í sumar.
Ívari til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson, þá verður Elías Ingi Árnason fjórði dómari.
Liðin mættust þrívegis á síðustu leiktíð og í öll skiptin höfðu KR-ingar betur, tvisvar í deildinni og einu sinni í bikarnum.