„Við ætluðum að vinna leikinn, það var markmiðið og við erum ánægðir,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari FH eftir 2:0 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi-Max-deildinni.
„Að vísu var erfitt í byrjun og við náðum jafnvel ekki að opna mikið en svo fáum við víti og eftir að Fylkismenn missa mann af velli þá fannst mér við spila öruggt og löndum sigri.“
FH hefur fengið nokkra nýja menn og Logi segir liðið þurfa að slípast til. „Við þurfum að slípa lið okkar miklu meira saman. Við höfum ekki náð að spila mikið í vetur og það eru ekki margir leikmenn okkar sem eiga að vera lykilleikmenn sem hafa spilað í níutíu mínútur.“