FH: Er styrkur Hafnfirðinganna vanmetinn?

Steven Lennon hafði skorað 17 mörk í 18 leikjum þegar …
Steven Lennon hafði skorað 17 mörk í 18 leikjum þegar Íslandsmótinu var hætt í október 2020 og hann missti því af góðu tækifæri til að setja nýtt markamet. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH-ingar hefja sitt 37. tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það 21. í röð þegar þeir mæta Fylki í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Würth-vellinum í Árbæ kl. 19.15 í kvöld.

FH er sigursælasta félag landsins á þessari öld en Hafnfirðingarnir urðu Íslandsmeistarar átta sinnum frá 2004 til 2016. Þá urðu þeir tvisvar bikarmeistarar, árin 2007 og 2010. FH hefur ekki unnið titil undanfarin fjögur ár en liðið hefur aðeins tvisvar endað neðar en í þriðja sæti deildarinnar frá því það kom í deildina á ný árið 2001.

Heimavöllur: Kaplakrikavöllur – gras.
Þjálfari: Logi Ólafsson.
Aðstoðarþjálfari: Davíð Þór Viðarsson.
Fyrirliði: Björn Daníel Sverrisson.
Leikjahæstur í efstu deild: Atli Guðnason 285.
Markahæstir í efstu deild: Atli Viðar Björnsson 113.

Leikmannahópur FH keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
1 Gunnar Nielsen - 1986
24 Daði Freyr Arnarsson - 1998

VARNARMENN:
2 Hörður Ingi Gunnarsson - 1998
4 Pétur Viðarsson - 1987
5 Hjörtur Logi Valgarðsson - 1988
16 Guðmundur Kristjánsson - 1989
21 Guðmann Þórisson - 1987
27 Jóhann Ægir Arnarsson - 2002
28 Teitur Magnússon - 2001
34 Logi Hrafn Róbertsson - 2004

MIÐJUMENN:
6 Eggert Gunnþór Jónsson - 1988
8 Þórir Jóhann Helgason - 2000
10 Björn Daníel Sverrisson - 1990
17 Baldur Logi Guðlaugsson - 2002
23 Ágúst Eðvald Hlynsson - 2000
25 Einar Örn Harðarson - 2001
33 Úlfur Ágúst Björnsson - 2003

SÓKNARMENN:
7 Steven Lennon - 1988
9 Matthías Vilhjálmsson - 1987
11 Jónatan Ingi Jónsson - 1999
14 Morten Beck Guldsmed - 1988
22 Oliver Heiðarsson - 2001
26 William Cole Campbell - 2006
29 Vuk Oskar Dimitrijevic - 2001
35 Óskar Atli Magnússon - 2002

Minni pressa virðist á FH en oftast áður, fáir virðast reikna með Hafnfirðingunum sem meistaraefnum, en það væri hættulegt að vanmeta Loga Ólafsson og hans menn.

Matthías Vilhjálmsson leikur með FH-ingum á ný eftir að hafa …
Matthías Vilhjálmsson leikur með FH-ingum á ný eftir að hafa leikið níu ár í Noregi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópurinn er þrátt fyrir allt sterkari hjá FH en í fyrra þegar grannt er skoðað. Matthías Vilhjálmsson kemur heim frá Noregi með gríðarlegan styrk og reynslu og ungu mennirnir sem hafa bæst við með Ágúst Hlynsson og Vuk Oskar Dimitrijevic fremsta í flokki gætu látið mikið til sín taka. Vuk var efnilegasti leikmaður 1. deildar með Leikni í Reykjavík á síðasta tímabili og Ágúst var í stóru hlutverki hjá Víkingum en hann er í láni hjá FH frá Horsens í Danmörku.

Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði FH um árabil og nú …
Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði FH um árabil og nú er hann kominn í nýtt hlutverk sem aðstoðarþjálfari liðsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atli Guðnason er hættur og Baldur Sigurðsson farinn í Fjölni og þar eru vissulega tveir reynsluboltar horfnir á braut. Þá er Daníel Hafsteinsson kominn til KA eftir að hafa verið í láni hjá FH frá Helsingborg á síðasta tímabili. En með óbreytta varnarlínu þar sem Guðmundur Kristjánsson er í lykilhlutverki, Björn Daníel Sverrisson, Eggert Gunnþór Jónsson og Þóri Jóhann Helgason á miðjunni og þá Steven Lennon og Jónatan Inga Jónsson með Matthíasi í sóknarleiknum fer ekki á milli mála að FH-liðið gæti orðið firnasterkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert