HK: Litlar breytingar en aukin reynsla

Valgeir Valgeirsson er kominn aftur til HK eftir lánsdvöl hjá …
Valgeir Valgeirsson er kominn aftur til HK eftir lánsdvöl hjá enska félaginu Brentford í vetur. mbl.is/Arnþór Birkisson

HK-ingar hefja sitt fimmta tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það þriðja í röð þegar þeir mæta KA í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, í Kórnum í Kópavogi klukkan 17 í dag.

Besti árangur HK er níunda sæti deildarinnar en þar hefur liðið endað þrisvar. Fyrst árið 2007 og síðan tvö undanfarin tímabil, 2019 og 2020. HK hefur einu sinni komist í undanúrslit bikarkeppninnar en það var árið 2004.

Heimavöllur: Kórinn – gervigras.
Þjálfari: Brynjar Björn Gunnarsson.
Aðstoðarþjálfari: Viktor Bjarki Arnarsson.
Fyrirliði: Leifur Andri Leifsson.
Leikjahæstur í efstu deild: Hörður Árnason 52.
Markahæstir í efstu deild: Atli Arnarson 8, Ásgeir Marteinsson 8.

Leikmannahópur HK keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
1 Sigurður Hrannar Björnsson - 1993
12 Hjörvar Daði Arnarsson - 2000
25 Arnar Freyr Ólafsson - 1993
31 Ólafur Örn Ásgeirsson - 2003

VARNARMENN:
4 Leifur Andri Leifsson - 1989
5 Guðmundur Júlíusson - 1993
6 Birkir Valur Jónsson - 1998
21 Ívar Örn Jónsson - 1994
22 Örvar Eggertsson - 1999
26 Eiður Atli Rúnarsson - 2002
28 Martin Rauschenberg - 1992

MIÐJUMENN:
2 Ásgeir Börkur Ásgeirsson - 1987
3 Ívar Orri Gissurarson - 2003
8 Arnþór Ari Atlason - 1993
11 Ólafur Örn Eyjólfsson - 1994
14 Bjarni Páll Linnet Runólfsson - 1996
18 Atli Arnarson - 1993
29 Valgeir Valgeirsson - 2002

SÓKNARMENN:
7 Birnir Snær Ingason - 1996
9 Bjarni Gunnarsson - 1993
10 Ásgeir Marteinsson - 1994
17 Jón Arnar Barðdal - 1995
20 Ívan Óli Santos - 2003
24 Breki Muntaga Jallow - 2002
30 Stefan Alexander Ljubicic - 1999

HK hefur endað í níunda sæti tvö síðustu ár og Kópavogsliðinu er spáð svipuðu gengi á þessu tímabili. Breytingar á hópnum eru litlar en hægri bakvörðurinn Birkir Valur Jónsson er kominn aftur eftir lánsdvöl í Slóvakíu og Valgeir Valgeirsson verður áfram með HK eftir að hafa verið í láni hjá Brentford í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur er Valgeir HK-liðinu afar dýrmætur. Óvíst var hvort hann yrði með í ár og góðar fréttir fyrir HK-inga að endurheimta hann.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur verið í stóru hlutverki á miðjunni …
Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur verið í stóru hlutverki á miðjunni hjá HK undanfarin tvö ár. Ljómynd/Þórir Tryggvason

Þá er Örvar Eggertsson kominn frá Fjölni og lánsdvöl Martins Rauschenbergs frá Stjörnunni hefur verið framlengd en danski miðvörðurinn kom sterkur inn í vörn HK seinni hluta síðasta tímabils.

Bakvörðurinn reyndi Hörður Árnason er hættur og Þórður Þ. Þórðarson er farinn heim á Skagann.

Brynjar Björn Gunnarsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem …
Brynjar Björn Gunnarsson er að hefja sitt fjórða tímabil sem þjálfari HK. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Brynjar Björn Gunnarsson hefur byggt liðið upp á undanförnum árum og það mætir til leiks með meiri reynslu í farteskinu ásamt því sem breiddin í leikmannahópnum hefur aukist smám saman. Hvort það nægir til að halda liðinu frá vandræðum í deildinni á svo eftir að koma í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert