Ingunn Haraldsóttir og Hildur Björg Kristjánsdóttir skoruðu mörk KR þegar liðið vann HK í 2. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, á KR-velli í Vesturbæ í dag.
Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Ingunn kom KR yfir á 52. mínútu áður en Hildur Björg bætti við öðru marki KR, fjórum mínútum síðar, og lokatölur því 2:0-fyrir KR.
Þá vann Augnablik 4:2-sigur gegn ÍA á Kópavogsvelli og mætast KR og og Augnablik í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar á KR-velli 16. maí.