Stjörnumenn hefja sitt 19. tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það þrettánda í röð þegar þeir mæta Leikni úr Reykjavík í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Samsung-vellinum í Garðabæ kl. 19.15 í kvöld.
Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 2014 og varð svo í öðru sæti 2016 og 2017. Stjörnumenn urðu síðan bikarmeistarar í fyrsta skipti árið 2018. Þeir hafa frá árinu 2011 ekki endað neðar en í fimmta sæti deildarinnar.
Heimavöllur: Samsung-völlurinn – gervigras.
Þjálfari: Rúnar Páll Sigmundsson.
Aðstoðarþjálfari: Þorvaldur Örlygsson.
Fyrirliði: Daníel Laxdal.
Leikjahæstur í efstu deild: Daníel Laxdal 236.
Markahæstir í efstu deild: Halldór Orri Björnsson 58.
Leikmannahópur Stjörnunnar keppnistímabilið 2021:
MARKVERÐIR:
1 Haraldur Björnsson - 1989
13 Arnar Darri Pétursson - 1991
33 Viktor Reynir Oddgeirsson - 2003
VARNARMENN:
2 Brynjar Gauti Guðjónsson - 1992
3 Oscar Borg - 1997
9 Daníel Laxdal - 1986
12 Heiðar Ægisson - 1995
15 Þórarinn Ingi Valdimarsson - 1990
21 Elís Rafn Björnsson - 1992
24 Björn Berg Bryde - 1992
28 Gunnar Orri Aðalsteinsson - 2002
31 Henrik Máni Hilmarsson - 2003
32 Tristan Freyr Ingólfsson - 1999
34 Sigurbergur Áki Jörundsson - 2004
MIÐJUMENN:
5 Kári Pétursson - 1996
6 Magnus Anbo - 2000
7 Einar Karl Ingvarsson - 1993
8 Halldór Orri Björnsson - 1987
10 Hilmar Árni Halldórsson - 1992
20 Eyjólfur Héðinsson - 1985
30 Eggert Aron Guðmundsson - 2004
35 Guðmundur Baldvin Nökkvason - 2004
SÓKNARMENN:
4 Óli Valur Ómarsson - 2003
11 Þorsteinn Már Ragnarsson - 1990
17 Ólafur Karl Finsen - 1992
18 Sölvi Snær Guðbjargarson - 2001
22 Emil Atlason - 1993
27 Ísak Andri Sigurgeirsson - 2003
29 Adolf Daði Birgisson - 2004
77 Kristófer Konráðsson - 1998
Leikmannahópur Stjörnunnar er talsvert breyttur frá síðasta tímabili og þá er Þorvaldur Örlygsson kominn í þjálfarateymi Rúnars Páls Sigmundssonar í stað Ólafs Jóhannessonar.
Mest munar um að fyrirliðinn Alex Þór Hauksson fór til Svíþjóðar, framherjinn reyndi Guðjón Baldvinsson fór í KR, miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson til Eyja og bakverðirnir Jósef Kristinn Jósefsson og Jóhann Laxdal eru hættir.
Í staðinn koma Einar Karl Ingvarsson og Ólafur Karl Finsen frá Val og tveir erlendir bakverðir, Daninn Magnus Anbo og Englendingurinn Oscar Borg. Anbo mun þó líklega leika á miðjunni. Þá er Þórarinn Ingi Valdimarsson klár á ný en hann missti af síðasta tímabili vegna meiðsla.
Í heildina ætti styrkleiki hópsins að vera svipaður og í fyrra þegar Stjarnan endaði í þriðja sæti. Liðið er með ágæta breidd, 18-20 menn sem gera tilkall til sætis í byrjunarliði, og ef hlutirnir ganga vel upp í Garðabænum gæti Stjarnan blandað sér í baráttuna um efstu sætin. Til að það gangi eftir þurfa þó fleiri en Hilmar Árni Halldórsson að skora reglulega. Emil Atlason gæti þar nýtt sér aukin tækifæri í fremstu víglínu.