Breiðablik: Hefur burðina til að fara alla leið

Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen hefur leikið með Breiðabliki í hálft …
Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen hefur leikið með Breiðabliki í hálft þriðja tímabil og er orðinn næstmarkahæstur í sögu félagsins í efstu deild með 36 mörk í 47 leikjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik hefur sitt 36. tímabil í efstu deild Íslandsmótsins og það 16. í röð þegar liðið mætir KR í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogsvellinum klukkan 19.15 í kvöld.

Breiðablik var Íslandsmeistari í fyrsta og eina skiptið árið 2010 en hefur fjórum sinnum endað í öðru sæti frá 2012. Þá varð Breiðablik bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið til þessa árið 2009.

Heimavöllur: Kópavogsvöllur – gervigras.
Þjálfari: Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Aðstoðarþjálfari: Halldór Árnason.
Fyrirliði: Höskuldur Gunnlaugsson.
Leikjahæstur í efstu deild: Andri Rafn Yeoman 224.
Markahæstir í efstu deild: Kristinn Steindórsson 40.

Leikmannahópur Breiðabliks keppnistímabilið 2021:

MARKVERÐIR:
1 Anton Ari Einarsson - 1994
12 Brynjar Atli Bragason - 2000

VARNARMENN:
4 Damir Muminovic - 1990
5 Elfar Freyr Helgason - 1989
16 Róbert Orri Þorkelsson - 2002
21 Viktor Örn Margeirsson - 1994
24 Davíð Örn Atlason - 1994
25 Davíð Ingvarsson - 1999

MIÐJUMENN:
3 Oliver Sigurjónsson - 1995
6 Alexander Helgi Sigurðarson - 1996
8 Viktor Karl Einarsson - 1997
11 Gísli Eyjólfsson - 1994
13 Anton Logi Lúðvíksson - 2003
18 Finnur Orri Margeirsson - 1991
30 Andri Rafn Yeoman - 1992
31 Benedikt V. Warén - 2001

SÓKNARMENN:
7 Höskuldur Gunnlaugsson - 1994
9 Thomas Mikkelsen - 1990
10 Árni Vilhjálmsson - 1994
14 Jason Daði Svanþórsson - 1999
17 Atli Hrafn Andrason - 1999
20 Kristinn Steindórsson - 1990
29 Arnar Númi Gíslason - 2004

Breiðablik er það lið sem flestir virðast hafa trú á að geti veitt Val mestu keppnina um Íslandsmeistaratitilinn í ár og það er ekki að ástæðulausu.

Viktor Karl Einarsson festi sig í sessi sem lykilmaður á …
Viktor Karl Einarsson festi sig í sessi sem lykilmaður á miðjunni hjá Breiðabliki á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn á annað ár með liðið og takist Blikum að ná að útfæra betur sína leikaðferð, fá á sig færri slysamörk þegar þeir spila út úr vörninni, er engin ástæða til að ætla annað en liðið verði við topp deildarinnar.

Breiddin hefur aukist, Árni Vilhjálmsson kemur með meiri slagkraft í sóknarleikinn, Finnur Orri Margeirsson snýr heim með gríðarlega reynslu á miðjuna og Davíð Örn Atlason hefur verið einn besti bakvörður deildarinnar síðustu ár. Þá hefur Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson verið öflugur í sóknarleik Blika í vetur. Hann gæti fyllt skarð Brynjólfs Willumssonar sem fór til Noregs í vetur.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þreytti frumraun sína sem þjálfari í efstu …
Óskar Hrafn Þorvaldsson þreytti frumraun sína sem þjálfari í efstu deild á síðasta tímabili en Blikar enduðu þá í fjórða sæti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Davíð hefur reyndar átt við meiðsli að stríða og reynsluboltinn Andri Rafn Yeoman missir af fyrstu sjö umferðunum vegna náms erlendis. Thomas Mikkelsen mun alltaf skora mörk og það er undir Blikum sjálfum komið að ná upp þeim stöðugleika sem þarf til að fara alla leið. Þeir hafa burðina til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert