„Leikurinn illa lagður upp af minni hálfu“

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Eggert Jóhannesson

„Fyrstu 15 mín­út­urn­ar voru ekki góðar, þar fer leik­ur­inn. Við náðum ekki takti í sókn­ar­leik­inn í fyrri hálfleik og vor­um ólík­ir sjálf­um okk­ur. Spennu­stigið var ein­hvern veg­inn ekki rétt, sem ég verð að taka á mig. Byrj­un­in á leikn­um var ekki góð sem ég sem þjálf­ari þarf að taka á mig.

Seinni hálfleik­ur var betri, mér fannst við vera betri aðil­inn í seinni hálfleik. En mér fannst sem það vantaði markið, það vantaði enda­punkt­inn til þess að geta sett þá und­ir raun­veru­lega al­vörupressu. En við náðum ekki þessu marki og þá ein­hvern veg­inn eft­ir því sem líða tek­ur á leik­inn verður þetta erfiðara.“

Þetta sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 0:2 tap á heima­velli gegn KR í fyrstu um­ferð Pepsi Max-deild­ar­inn­ar í kvöld.

Hann sagði ým­is­legt hafa farið úr­skeiðis hjá liði sínu í kvöld. „Sitt lítið af hverju. Það er erfitt þegar við fáum tvö skot á okk­ur og tvö mörk í byrj­un, þetta voru held­ur ódýr mörk. Við gef­um of marg­ar feil­send­ing­ar, við hreyf­um bolt­ann ekki nógu hratt, við gæt­um verið grimm­ari.

Sér­stak­lega í fyrri hálfleik, ef eitt­hvað var að, þá get­ur þú senni­lega tikkað í flest box. Við vor­um bara lé­leg­ir í fyrri hálfleik. Leik­ur­inn var illa lagður upp af minni hálfu, spennu­stigið var lé­legt og þar töpuðum við leikn­um.“

Lát­um þenn­an leik ekki skil­greina okk­ur

Þrátt fyr­ir von­brigði með leik kvölds­ins sagði hann Breiðablik eiga mikið inni og að þessi staki leik­ur muni ekki koma til með að skil­greina liðið.

„Við get­um ekki látið þenn­an leik skil­greina okk­ur; skil­greina liðið, skil­greina leik­menn. Við get­um það ekki. Ég held að við þurf­um bara að horfa á alla vinn­una sem við erum bún­ir að leggja í vet­ur­inn. Þetta lið verður ekki lé­legt á einni nóttu og það varð held­ur ekki gott á einni nóttu.“

Óskar Hrafn sagðist enda bú­ast fast­lega við því að Breiðablik muni sýna sitt rétta and­lit í næsta leik. „Vinn­an sem við erum bún­ir að leggja á okk­ur held ég að sé aðal­atriðið. Ég hef trölla­trú á þessu liði, liðið er gott. Við mun­um sýna það. Einn stak­ur leik­ur til eða frá skipt­ir engu máli þótt auðvitað vilji all­ir byrja vel. Auðvitað viltu vinna KR á heima­velli og byrja mótið með fljúg­andi starti en við fáum ekki alltaf allt sem við vilj­um.

Stund­um þurf­um við að fara Krýsu­vík­ur­leiðina. Ég hef enga trú á öðru en að mitt lið muni stíga upp og sýna sitt rétta and­lit á mjög erfiðum úti­velli gegn Leikni. Við horf­um á þenn­an leik, lær­um af hon­um og tök­um eitt­hvað gott út úr hon­um og eitt­hvað slæmt en við lát­um hann ekki skil­greina okk­ur.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert