Þrenna á Selfossi

Haukar eru komnir í 32-liða úrslit bikarkeppninnar.
Haukar eru komnir í 32-liða úrslit bikarkeppninnar. mbl.is/Hari

Aron Freyr Róbertsson skoraði þrennu fyrir Hauka þegar liðið vann stórsigur gegn Stokkseyri í 2. umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, á Jáverk-vellinum á Selfossi í dag.

Leiknum lauk með 7:0-sigri Hauka en Aron Freyr skoraði fyrstu þrjú mörk Hauka, á 36. mínútu, 45. mínútu og 47. mínútu.

Þá skoraði Martin Soreide tvívegis fyrir Hauka og þeir Tómas Leó Ásgeirsson og Aron Skúli Brynjarsson sitt markið hvor fyrir Hafnfirðinga.

Leiknir frá Fáskrúðsfirði tryggði sér sæti í 32-liða úrslitunum með 3:0-sigri gegn Hetti/Hugin í Fjarðabyggðarhöllinni en það voru þeir Arkadiusz Jan Grzelak, Izaro Abella og Mykolas Krasnoviskis sem skoruðu mörk Leiknis.

Þá vann Grindavík 3:0-sigur gegn Hvíta riddaranum á Grindavíkurvelli þar sem öll mörk Grindjána komu í síðari hálfleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert