Emil frá í átta vikur

Emil Ásmundsson (t.h.) ásamt Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, þegar hann …
Emil Ásmundsson (t.h.) ásamt Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, þegar hann skrifaði undir hjá Vesturbæjarliðinu. Ljósmynd/@KRreykjavik

Emil Ásmundsson, miðjumaður KR í knattspyrnu, verður frá í átta vikur eftir að hafa gengist undir aðgerð á liðþófa á hné.

Emil sneri aftur á völlinn í byrjun þessa árs eftir að hafa verið frá í um eitt ár vegna krossbandaslita sem hann varð fyrir í Egilshöllinni í janúar 2020.

Á árinu er hann búinn að spila tvo leiki í Reykjavíkurmótinu og einn í Lengjubikarnum auk þess sem hann hefur tekið þátt í æfingaleikjum liðsins. Rúnar Kristinsson var því búinn að reikna með honum klárum í slaginn í upphafi leiktímabilsins.

„Við höf­um ekki fengið miðju­mann en við höfðum fyr­ir góða miðju og erum með stráka eins og Emil sem reynd­ar er frá í átta vik­ur núna, sem er nátt­úr­lega slæmt fyr­ir okk­ur því við reiknuðum fast­lega með hon­um,“ sagði Rúnar í samtali við mbl.is eftir 2:0-sigurinn gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert