Valskonur hafa fengið liðsauka fyrir baráttuna í fótboltanum í sumar en kanadíski framherjinn Clarissa Larisey er komin í þeirra raðir.
Larisey kemur beint úr bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún hefur leikið með Memphis-háskóla við góðan orðstír undanfarin ár. Í tilkynningu Vals segir að Larisey sé fjölhæfur leikmaður sem geti leyst margar stöður fram á við.