Valskonum spáð Íslandsmeistaratitlinum

Valskonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár.
Valskonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Val er spáð Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu í kvennaflokki í spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liða í deildinni.

Spáin var opinberuð á kynningarfundi úrvalsdeildarinnar, Pepsi Max-deildarinnar, í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag.

Breiðabliki, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, er spáð öðru sæti deildarinnar en liðið hefur misst marga öfluga leikmenn frá síðustu leiktíð eins Alexöndru Jóhannsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur.

Nýliðum Tindastóls er spáð falli úr efstu deild, sem og nýliðum Keflavíkur. Tindastóll fór með sigur af hólmi í 1. deildinni síðasta sumar en Keflavík hafnaði í öðru sætinu.

Spá fyr­irliða, þjálf­ara og for­ráðamanna:

1. Valur
2. Breiðablik
3. Fylkir
4. Selfoss
5. Stjarnan
6. Þór/KA
7. Þróttur R. 
8. ÍBV 
9. Keflavík 
10. Tindastóll 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert