Deildin er svolítið óskrifað blað í sumar

Olga Sevcova, Margrét Árnadóttir og Hanna Kallmaier mætast í fyrsta …
Olga Sevcova, Margrét Árnadóttir og Hanna Kallmaier mætast í fyrsta leik Íslandsmótsins kl. 18 á Hásteinsvelli með liðum ÍBV og Þórs/KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Harpa Þorsteinsdóttir reiknar eins og aðrir með því að baráttan um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu verði á milli Breiðabliks og Vals en Íslandsmót kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum í Vestmannaeyjum og á Kópavogsvelli.

Harpa er næstleikjahæsti og þriðji markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar kvenna í knattspyrnu. Þótt skórnir séu komnir á hilluna er hún spennt fyrir komandi tímabili í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni.

„Það er bara fiðringur í manni fyrir betra fótboltasumri en í fyrra, það er svolítið stemningin. Manni fannst maður hálfsvikinn á síðasta ári. Það verður stemning að komast á völlinn og fá þetta aðeins meira beint í æð,“ sagði Harpa í samtali við Morgunblaðið, en síðasta tímabil var sem kunnugt er ekki klárað vegna kórónuveirufaraldursins.

Faraldurinn hefur sömuleiðis sett strik í reikninginn þegar kemur að því að horfa á leiki á undirbúningstímabilinu og því erfiðara en ella að spá í spilin.

„Í ljósi aðstæðna er kannski svolítið erfitt að horfa í það hvernig deildin muni þróast, maður er búinn að sjá svo lítið af liðunum spila. Svo eru mörg lið að taka inn nýja leikmenn, erlenda leikmenn sem hafa ekki verið að spila á Íslandi. Oft hefur maður fengið að sjá smá af þeim í Lengjubikarnum en núna er náttúrlega ekki neitt þannig að maður rennir svolítið blint í sjóinn

Deildin er því svolítið óskrifað blað. Þótt það sé alltaf gaman að skoða spár og hlusta á pælingar þá er þetta pínulítið erfitt. Ég held að toppurinn og botninn séu svona nokkuð augljósir en ég held að þetta verði svakalegur miðjupakki,“ sagði hún.

Mesti missirinn að Þorsteini

Harpa hefur þó myndað sér skoðun eftir að hafa rýnt í liðin. „Ef við byrjum á botnbaráttunni þá held ég að Tindastóll verði þarna, eigi erfitt sumar fyrir höndum í ljósi þess að það er erfitt að koma upp og það er erfiðara að koma upp í fyrsta skipti.

Þótt Keflavík verði þarna líka í smá botnbaráttu þá er svo stutt síðan þær voru í henni, þær eru enn þá með leikmenn sem tóku þátt í henni þannig að þetta er ekki jafn stórt skref fyrir þær og Stólana að spila í úrvalsdeild.“

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert