ÍBV: Þær byrja deildina aldrei vel

Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova var í stóru hlutverki hjá ÍBV …
Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova var í stóru hlutverki hjá ÍBV í fyrra og verður það eflaust áfram. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV slapp naumlega við fall úr úrvalsdeild kvenna í fótbolta á síðasta tímabili og liðinu er aftur spáð erfiðu gengi á þessu ári en ÍBV tekur á móti Þór/KA í upphafsleik Pepsi Max-deildar kvenna á Hásteinsvelli klukkan 18 í kvöld.

Eins og oft áður er mikið um breytingar á erlendu leikmönnunum hjá ÍBV. Fimm eru farnar frá síðasta tímabili og fimm aðrar komnar. Lettnesku landsliðskonurnar Olga Sevcova og Eliza Spruntule eru hins vegar áfram í Eyjum, sem og þýski miðjumaðurinn Hanna Kallmaier. Þá snýr hin efnilega Clara Sigurðardóttir aftur heim eftir eitt ár á Selfossi.

Fyrstu tveir útileikir Eyjakvenna eru gegn nýliðum Tindastóls og Keflavíkur og það gætu verið lykilleikir upp á framhaldið að gera.

Clara Sigurðardóttir er komin aftur til Eyja. Hún hefur þegar …
Clara Sigurðardóttir er komin aftur til Eyja. Hún hefur þegar leikið 65 úrvalsdeildarleiki þótt hún sé aðeins 19 ára gömul. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Harpa Þorsteinsdóttir segir um ÍBV:

„Ég held að ÍBV sé að fara að taka einhverja 6-7 útlendinga. Ég hefði alltaf sett ÍBV í botnbaráttuna en svo getur bara vel verið að liðið þeirra nái að smella og spila vel saman. Það skiptir svo miklu máli að fá ekki bara góða leikmenn, heldur að liðið smelli saman.

Ég held að þær verði í basli ef þessir leikmenn ná ekki að smella saman. Þær fá Clöru [Sigurðardóttur] til baka, það er mjög sterkt fyrir þær. Svo spilar Auður [Sveinbjörnsdóttir Scheving] í markinu hjá þeim annað sumarið í röð. Það er efnilegur markvörður og það verður spennandi að sjá hvernig hún stendur sig.

ÍBV byrjar deildina aldrei vel af því að þær eru enn þá að púsla saman liðinu. Svo enda þær á því að vinna stærri liðin í lok sumars, þegar allt er búið að slípast saman. Ég veit ekki hvort allir útlendingarnir séu komnir en þetta verður alltaf smá spurningarmerki, það er svolítið oft þannig með ÍBV.“

ÍBV
Þjálfari: Andri Ólafsson.
Árangur 2020: 8. sæti.

Komnar:
Annie Williams frá Deportivo Saprissa (Kostaríka)
Delaney Baie Priedham frá Bandaríkjunum
Clara Sigurðardóttir frá Selfossi
Liana Hinds frá Sundsvall (Svíþjóð)
Lana Osinina frá Riga (Lettlandi)
Viktorija Zaicikova frá Riga (Lettlandi)

Farnar:
Guðný Geirsdóttir í Selfoss (lán)
Karlina Miksone í Gintra (Litháen)

Fatma Kara í þýskt félag
Brenna Lovera í Boavista (Portúgal)
Grace Hancock
Miyah Watford

Leikmannahópur ÍBV 2021:

MARK:
1 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - 2002
12 Sigríður Sæland Óðinsdóttir - 1998

VÖRN:
2 Ragna Sara Magnúsdóttir - 2003
3 Júlíana Sveinsdóttir - 1997
4 Jóhanna Helga Sigurðardóttir - 1998
5 Annie Williams - 1997
20 Liana Hinds - 1995
24 Helena Jónsdóttir - 2004
26 Eliza Spruntule - 1993
27 Sunna Einarsdóttir - 2004
28 Inga Dan Ingadóttir - 2005

MIÐJA:
6 Thelma Sól Óðinsdóttir - 2004
7 Þóra Björg Stefánsdóttir - 2004
9 Kristjana Sigurz Kristjánsdóttir - 2002
10 Clara Sigurðardóttir - 2002
14 Olga Sevcova - 1992
17 Viktorija Zaicikova - 2000
23 Hanna Kallmaier - 1994

SÓKN:
8 Delaney Baie Pridham - 1997
13 Berta Sigursteinsdóttir - 2005
15 Selma Björt Sigursveinsdóttir - 2003
19 Díana Helga Guðjónsdóttir - 1998
22 Lana Osinina - 2002

Fimm fyrstu leikir ÍBV:
4.5. ÍBV - Þór/KA
10.5. ÍBV - Breiðablik
15.5. Tindastóll - ÍBV
19.5. ÍBV - Valur
27.5. Keflavík - ÍBV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert