Þór/KA gekk í fyrra gegnum sitt erfiðasta tímabil í meira en áratug en Akureyrarliðið hefur keppnistímabilið 2021 með því að mæta ÍBV á Hásteinsvelli klukkan 18.00 í kvöld í upphafsleik Pepsi Max-deildar kvenna.
Breytingarnar á liði Þórs/KA snúast fyrst og fremst um erlenda leikmenn liðsins. Eftir að hafa verið með gríðarlega öfluga útlendinga á borð við Stephany Mayor og Biöncu Sierra um árabil reyndust þær sem fengnar voru í staðinn ekki vandanum vaxnar. Þór/KA lenti í fallbaráttu í fyrsta skipti í langan tíma og var tveimur stigum frá fallsæti þegar keppni var hætt.
Nú eru þrír nýir erlendir leikmenn komnir til Akureyrar og styrkleiki þeirra mun ráða talsverðu um gengi liðsins á komandi tímabili. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir verður ekki með í fyrstu tveimur leikjunum þar sem hún er væntanleg heim frá Glasgow City Skotlandi 10. maí.
Harpa Þorsteinsdóttir segir um Þór/KA:
„Þór/KA mun berjast um þriðja sætið. Ég tel að vegna gæða leikmanna hjá Þór/KA, Fylki og Selfossi séu þessi þrjú lið að fara að berjast innbyrðis um þriðja sætið.
Það er búið að vera gaman að fylgjast með Örnu Sif [Ásgrímsdóttur] úti í Glasgow og það er sterkt fyrir þær að fá leikmann sem er búinn að vera að spila og er Þórsari. Ég held að hún verði þeirra lykilleikmaður.
Ég hef bara ekkert séð Þór/KA spila á undirbúningstímabilinu. Andri [Hjörvar Albertsson] er áfram með liðið og þetta var erfitt verkefni fyrir hann í fyrra þannig að maður á pínulítið eftir að sjá hvar þær standa.
Ég vil sjá meira frá Hörpu [Jóhannsdóttur] í markinu hjá þeim. Hún þarf svolítið að stíga upp. Ég held að það hafi verið svolítið erfitt fyrir þær í fyrra, varnarleikur og markvarsla.
Það er bara ákveðin pressa á Hörpu að standa sig, sem er náttúrulega erfitt í þessu umhverfi, en maður sér að liðin sem Þór/KA er að keppa við eru að taka erlenda leikmenn í markið hjá sér. Þetta er bara svo gríðarlega mikilvæg staða.“
ÞÓR/KA
Þjálfari: Andri Hjörvar Albertsson.
Árangur 2020: 7. sæti.
Komnar:
Sandra Nabweteme frá Úganda
Miranda Smith frá TPS (Finnlandi)
Colleen Kennedy frá Sandviken (Svíþjóð)
Agnes Birta Stefánsdóttir frá Tindastóli (úr láni)
Farnar:
Berglind Baldursdóttir í Fylki (lán)
Lára Einarsdóttir í HK
Heiða Ragney Viðarsdóttir í Stjörnuna
Madeline Gotta í Växjö (Svíþjóð)
Georgia Stevens í Coventry (Englandi)
Arna Sif Ásgrímsdóttir í Glasgow Celtic (Skotlandi) (lán)
Gabriela Cuillén til Alajuelense (Kostaríka)
Leikmannahópur Þórs/KA árið 2021:
MARK:
1 Harpa Jóhannsdóttir - 1998
25 Sara Mjöll Jóhannsdóttir - 1998
VÖRN:
2 Rut Matthíasdóttir - 1996
5 Steingerður Snorradóttir - 2005
11 Arna Sif Ásgrímsdóttir - 1992
16 Jakobína Hjörvarsdóttir - 2004
20 Arna Kristinsdóttir - 2000
22 Hulda Karen Ingvarsdóttir - 2001
23 Iðunn Rán Gunnarsdóttir - 2005
24 Hulda Björg Hannesdóttir - 2000
MIÐJA:
6 Karen María Sigurgeirsdóttir - 2001
8 Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir - 2000
9 Saga Líf Sigurðardóttir - 1999
14 Miranda Smith - 1996
19 Agnes Birta Stefánsdóttir - 1997
26 Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - 2004
27 Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir - 2005
SÓKN:
7 Margrét Árnadóttir - 1999
10 Sandra Nabweteme - 1996
13 Colleen Kennedy - 1996
15 Hulda Ósk Jónsdóttir - 1997
17 María Catharina Ólafsdóttir Gros - 2003
18 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir - 2000
Fyrstu fimm leikir Þórs/KA:
4.5. ÍBV - Þór/KA
11.5. Þór/KA - Selfoss
15.5. Breiðablik - Þór/KA
19.5. Þór/KA - Stjarnan
27.5. Tindastóll - Þór/KA