Þróttur náði stigi á Sauðárkróki á síðustu stundu

Tindastóll leikur í fyrsta skipti í efstu deild.
Tindastóll leikur í fyrsta skipti í efstu deild. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Tindastóll tók á móti Þrótti Reykjavík í 1. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í leik sem fór fram á KS-vellinum á Sauðárkróki í kvöld.

Fyrir leikinn hafði Þrótti verið spáð 6. sæti deildarinnar en Tindastóli því tíunda. Þetta var merkilegur leikur fyrir þær sakir að Tindastóll spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta í sögu félagsins. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli.

Þróttur var meira með boltann í fyrri hálfleik og fékk  hvert færið á fætur öðru en Amber Michel markvörður Tindastóls hleypti ekki neinu framhjá sér. Á 35. mínútu skoraði Hugrún Pálsdóttir fyrir Tindastól eftir hornspyrnu og klafs í teignum, 1:0.

Þróttur hélt áfram sækja að marki Tindastóls en inn vildi boltinn ekki. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum en þó átti Þróttur færin. Það var síðan á 90. mínútu leiksins að Þróttur fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan D-bogann, og Katherine Amanda Cousins, nýr leikmaður Þróttar skoraði með glæsilegri spyrnu, 1:1. Fleiri urðu mörkin ekki og skiptu því liðin með sér stigum.

Tindastóll 1:1 Þróttur R. opna loka
90. mín. Kat­her­ine Cous­ins (Þróttur R.) skorar 1:1 - Katherine Cousins á glæsilegt skot úr aukaspyrnu út við stöng, óverjandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert