Augnablik og Haukar með sigra - Þrenna í Fossvogi

Haukar fagna fyrra marki sínu gegn FH á Ásvöllum í …
Haukar fagna fyrra marki sínu gegn FH á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Harpa Helgadóttir reyndist hetja Augnabliks þegar liðið fékk KR í heimsókn í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Kópavogsvöll í 1. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Augnabliks en Harpa skoraði sigurmark leiksins á 77. mínútu.

Svana Rún Hermannsdóttir kom KR yfir á 56. mínútu en Viktoría París Sabido jafnaði metin fyrir Augnablik þremur mínútum síðar.

Þá skoraði Marísa Lovísa Jónasdóttir sigurmark Gróttu þegar liðið fékk ÍA í heimsókn á Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi.

Védís Agla Reynisdóttir kom ÍA yfir strax á 17. mínútu áður en Tinna Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Gróttu á 58. en leiknum lauk með 2:1-sigri Gróttu.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði þrennu fyrir Víkingur úr Reykjavík þegar liðið tók á móti HK á Víkingsvelli en leiknum lauk með 3:3-jafntefli.

Ragnheiður Kara Örnudóttir skoraði tvívegis fyrir HK og María Lena Ásgeirsdóttir eitt mark en Víkingar komust þrívegis yfir í leiknum.

Þá unnu Haukar 2:1-sigur gegn FH á Ásvöllum í baráttunni um Hafnarfjörð.

Afturelding og Grindavík gerðu 2:2-jafntefli á Fagverksvellinum að Varmá í Mosfellsbæ. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði bæði mörk Aftureldingar en Viktoría Sól Sævarsdóttir og Unnur Stefánsdóttir gerðu mörk Grindvíkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert