Guðmundur verður áfram í Kaplakrika

Guðmundur Kristjánsson í leik með FH gegn Stjörnunni.
Guðmundur Kristjánsson í leik með FH gegn Stjörnunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Kristjánsson, einn af reyndustu leikmönnum knattspyrnuliðs FH, hefur gert nýjan samning við Hafnarfjarðarfélagið og leikur áfram með því næstu árin.

Samningurinn gildir út keppnistímabilið 2023 en Guðmundur, sem er 32 ára gamall, er að hefja sitt fjórða tímabil með FH-ingum og hann hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik þeirra undanfarin ár.

Guðmundur lék með Breiðabliki frá 2007 til 2011 og síðan með Start í Noregi frá 2012 til 2017. Hann á að baki 136 leiki í úrvalsdeildinni hér á landi og 148 deildaleiki með Start þar sem hann lék fjögur tímabil í norsku úrvalsdeildinni og tvö í fyrstu deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert