Hefja leik gegn Evrópumeisturunum

Kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Hollands í sínum fyrsta leik í undankeppni …
Kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Hollands í sínum fyrsta leik í undankeppni HM á Laugardalsvelli. Ljósmynd/KSÍ

Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en Ísland leikur í C-riðli undankeppninnar ásamt Hollandi, Tékklandi, Hvíta-Rússlandi og Kýpur.

Fyrsti leikur Íslands verður hinn 21. september á Laugardalsvelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Hollands.

Liðið leikur svo tvo leiki í október gegn Tékklandi og Kýpur en báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.

Í nóvember mætir Íslands svo Kýpur á útivelli og verður það síðasti landsleikur Íslands í undankeppninni á árinu 2021.

Leikir Íslands

21. september 2021 - Ísland - Holland

22. október 2021 - Ísland - Tékkland

26. október 2021 - Ísland - Kýpur

30 nóvember 2011 - Kýpur - Ísland

7. apríl 2022 - Hvíta Rússland - Ísland

12. apríl 2022 - Tékkland - Ísland

2. september 2022 - Ísland - Hvíta Rússland

6. september 2022 - Holland - Ísland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert