Liðstyrkur í Árbæinn

Shannon Simon skrifaði undir eins árs samning við Fylki.
Shannon Simon skrifaði undir eins árs samning við Fylki. Ljósmynd/Fylkir

Knattspyrnukonan Shannon Simon er gengin til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis. Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Simon, sem er 24 ára gömul, þekkir vel til á Íslandi eftir að hafa leikið með Grindavík í 1. deildinni, sumarið 2019, þar sem hún skoraði þrjú mörk í sautján leikjum en hún er sóknarmaður að upplagi.

Hún hefur meðal annars leikið með Seattle Reign í heimalandi sínu, tímabilið 2018, en hún lék með Åland United frá Álandseyjum í finnsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð þar sem hún varð Finnlands- og bikarmeistari með liðinu.

Shannon kom til landsins í síðustu viku og hefur nú hafið æfingar hjá Fylki og aldrei að vita nema hún geti tekið þátt í fyrsta heimaleik Fylkis á þriðjudag gegn Tindastól,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Árbæinga.

Fylkiskonur fengu skell í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli þar sem liðið tapaði 9:0 en Árbæingar mæta Tindastól í öðrum leik sínum í Pepsi Max-deildinni, 11. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert