Bara tveir leikir af 22 búnir

Höskuldur Gunnlaugsson heilsar Sævari Atla Magnússyni fyrirliða Leiknis fyrir leikinn.
Höskuldur Gunnlaugsson heilsar Sævari Atla Magnússyni fyrirliða Leiknis fyrir leikinn. Ljósmynd/Haukur Gunnarsson

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, fyr­irliði Breiðabliks, var að von­um svekkt­ur eft­ir 3:3 jafn­tefli gegn Leikni frá Reykja­vík í ann­arri um­ferð Íslands­móts­ins í knatt­spyrnu í kvöld.

Þó Blikar hafi að vísu bjargað stigi með jöfn­un­ar­marki á loka­mín­útu leiks­ins og það eft­ir að hafa verið 3:1 und­ir þar áður. Eft­ir sem áður er Kópa­vogsliðið aðeins með eitt stig eft­ir fyrstu tvo leiki sína en liðinu var spáð topp­bar­áttu fyr­ir tíma­bilið.

„Við ætluðum svo sann­ar­lega að gera bet­ur. Úr því sem komið var sýn­um við svo sem karakt­er en við göng­um svekkt­ir af velli. Þetta eru von­brigði,“ sagði Hösk­uld­ur ómyrk­ur í máli í sam­tali við mbl.is að leik lokn­um.

„Við eig­um að fara bet­ur með fær­in, sem við fáum svo sann­ar­lega. Svo erum við klauf­ar að gefa mörk, við kom­um okk­ur sjálf­ir í þessa holu sem við náum svo að grafa okk­ur upp úr, en þetta var lé­leg­ur leik­ur af okk­ar hálfu.“

Það er þó ekk­ert óðagot á Blik­um, enda mótið rétt að byrja. „Þetta eru klaufamis­tök sem við sjálf­ir erum að bjóða upp á. Við þurf­um að skrúfa á þau ekki seinna en núna strax. Það þýðir ekk­ert að fara í volæði og krísu, það eru bara tveir leik­ir af 22 bún­ir. Nú er það bara Kefla­vík eft­ir fimm daga.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert