Leik Fylkis og Tindastóls í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, sem fara átti fram á Würth-vellinum í Árbænum á morgun hefur verið frestað. Þetta staðfesti KSÍ á heimasíðu sinni í dag.
Bæði lið óskuðu eftir því að leiknum yrði frestað vegna mikillar aukningu kórónuveirusmita í Skagafirði undanfarna daga og hefur KSÍ samþykkt þá beiðni.
Nýr leiktími hefur þegar verið ákveðinn og mun leikurinn fara fimmtudaginn 10. júní.
„Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt sameiginlega ósk Fylkis og Tindastóls um að fresta leik félaganna í Pepsi Max deild kvenna sem er á dagskrá þriðjudaginn 11. maí,“ segir í fréttatilkynningu KSÍ.