Ótrúleg úrslit í Vestmannaeyjum

Eyjakonur fagna marki Delaney Baie í fyrri hálfleik.
Eyjakonur fagna marki Delaney Baie í fyrri hálfleik. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Delaney Baie skoraði tvívegis fyrir ÍBV þegar liðið fékk Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum í 2. umferð deildarinnar í dag.

Leiknum lauk með 4:2-sigri ÍBV en Eyjakonur léku einum færri allan síðari hálfleikinn.

Kristín Dís Árnadóttir kom Breiðabliki yfir eftir tveggja mínútna leik en Baie jafnaði metin fyrir ÍBV sex mínútum síðar.

Baie var aftur á ferðinni á 30. mínútu áður en Viktorija Zaicikova skoraði þriðja mark ÍBV á 45. mínútu.

Uppbótartími fyrri hálfleiks var ansi fjörlegur því Olga Sevcova fékk að líta beint rautt spjad skömmu síðar fyrir að slá Ástu Eiri Árnadóttur í andlitið.

Zaicikova var aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks og bætti við öðru marki sínu og fjórða marki ÍBV. Staðan því 4:1 í hálfleik, ÍBV í vil.

Blikar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í síðari hálfleik og settu mikla pressu á Eyjakonur en það var ekki fyrr en á 88. mínútu sem Öglu Maríu Albertsdóttur tókst að minnka muninn fyrir Breiðablik.

Lengra komust Blikar hins vegar ekki og Eyjakonur fögnuði 4:2-sigri.

ÍBV fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar í 3 stig en Breiðablik er áfram í efsta sætinu með 3 stig.

ÍBV 4:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Stúkan biður dómarann um að flauta leikinn af um leið og klukkan slær í 90 mínútur. Hann hlýðir ekki, enda einhver uppbótartími.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert