2. umferð Pepsí Max deildar kvenna í knattspyrnu hefst í kvöld með tveimur leikjum.
Íslandsmeistararnir í Breiðabliki fara til Vestmannaeyja og mæta ÍBV en eins og athygli vakti þá skoraði Breiðablik níu mörk í fyrstu umferðinni gegn Fylki. Varnarmenn ÍBV ættu því að hafa nóg að gera í kvöld en liði tapaði 1:2 fyrir Þór/KA í fyrstu umferðinni.
Í Laugardalnum tekur Þróttur á móti Val, Íslandsmeisturunum 2019. Valur vann Stjörnuna 2:1 í fyrstu umferðinni og Þróttur gerði 1:1 jafntefli á Sauárkróki gegn Tindastóli.
Leikur ÍBV og Breiðabliks hefst klukkan 18 og leikur Þróttar og Vals hefst klukkan 19:15.
Leikirnir verða í beinni atvikalýsingu á mbl.is eins og allir leikir í deildinni.