Keflavík fær liðsauka

Keflvíkingar hafa bætt við sig bandarískum leikmanni.
Keflvíkingar hafa bætt við sig bandarískum leikmanni. Ljósmynd/Keflavík

Kvennalið Keflavíkur hefur fengið liðsauka fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni í sumar en liðið hefur fengið til sín leikmann sem lék með bandarísku atvinnuliði á síðasta ári.

Hún heitir Aerial Chavarin, 23 ára miðjumaður, sem kom úr Yale-háskóla til atvinnuliðsins Chicago Red Stars á síðasta ári. Þar sem keppni í NWSL-deildinni lá niðri að mestu á árinu 2020 náði hún aðeins að leika nokkra leiki á svokölluðu haustmóti deildarinnar.

Keflavík er nýliði í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, og fékk sitt fyrsta stig í kvöld með markalausu jafntefli gegn Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert