Þær hefðu múrað fyrir markið

Anna María Baldursdóttirfyrirliði Stjörnunnar.
Anna María Baldursdóttirfyrirliði Stjörnunnar. mbl.is/Sigfús Gunnar

„Mér fannst gaman að stjórna þessum leik, við fengum færin og Keflavík ekki en verðum að nýta færin betur, það er ljóst,“  sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir markalaust jafntefli gegn Keflavík í Garðabænum í kvöld þegar leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta, Pepsi Max deildinni.   

„Mér fannst leikurinn vel lagður upp hjá Keflavíkurliðinu og gaman að eiga við það, leikurinn var í jafnvægi allan tímann en þar sem við nýttum ekki færin okkar héldum við Keflavík inní leiknum.  Við máttum svo alls ekki fá á okkur mark, þá hefði Keflavík alveg múrað fyrir markið. Við verðum að nýta færin en erum þó að búa þau til, það er jákvætt og hægt að taka út úr þessum leik.“

Við fundum enga lausn

„Mér finnst þetta ekki nógu gott hjá okkur, alls ekki,“  sagði Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar.

„Við áttum von á að Keflavík myndi spila svona varnarleik, liðið er sterkt í því og þeirra helsti styrkleiki.  Þær lokuðu vel og við fundum enga lausn við því, áttum ágætis færi sem við hefðum getað skorað úr og tekið stigin þrjú en við héldum hreinu, sem alltaf gott. Við náðum að halda þeim niðri en í raun aldrei opna hjá þeim en þær okkur ekki heldur,“ sagði Anna María og segir eitt stig eftir tvo leiki ekki farið að setja pressu á liðið.  „Við finnum enga pressu, allir geta unnið alla í deildinni og við áttum góðan leik gegn Val og hefðum alveg eins getað unnið þann leik svo við erum eiginlega bara á pari.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert