Knattspyrnumaðurinn Arnar Sveinn Geirsson er kominn til Fylkis á ný frá Breiðabliki en hann var í láni hjá Árbæingum frá Kópavogsfélaginu á síðasta tímabili og spilaði tíu leiki með því í úrvalsdeildinni.
Arnar er 29 ára gamall og hefur leikið aðallega sem hægri bakvörður en hann á að baki 103 leiki í úrvalsdeildinni með Val, Breiðabliki og Fylki, ásamt því að leika með Fram og Víkingi frá Ólafsvík í 1. deild.
Grindvíkingar styrktu lið sitt í kvöld fyrir baráttuna í 1. deild karla í fótbolta með því að fá til sín Laurens Symons, nítján ára gamlan belgískan framherja frá Mechelen.