Skagamenn fá Danann lánaðan frá FH

Morten Beck Guldsmed og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin í …
Morten Beck Guldsmed og Eiður Smári Guðjohnsen ræða málin í leik FH á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Danski knattspyrnumaðurinn Morten Beck Guldsmed er kominn til liðs við Skagamenn en þeir hafa fengið hann lánaðan frá FH.

Guldsmed, sem er 33 ára gamall sóknarmaður og notaði áður ættarnafnið Andersen, kom fyrst hingað til lands árið 2016 og skoraði þá sex mörk í 21 leik fyrir KR-inga í úrvalsdeildinni. Hann lék síðan með Fredericia og Viborg í Danmörku en kom aftur til landsins sumarið 2019, og þá til FH.

Hann hefur frá þeim tíma leikið 21 úrvalsdeildarleik með FH og skorað níu mörk en hann náði ekki að halda föstu sæti í liðinu á síðasta tímabili og var ónotaður varamaður hjá Hafnarfjarðarliðinu í fyrstu tveimur leikjum þess í deildinni í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert