Snæfell úr Stykkishólmi hefur ákveðið að draga karlalið sitt úr keppni í fjórðu deildinni í knattspyrnu.
Fótbolti.net greinir frá. Snæfell átti að hefja leik í A-riðli fjórðu deildar í næstu viku en nú verða átta lið í riðlinum í stað níu.
Illa gekk hjá liðinu á síðasta tímabili í B-riðli fjórðu deildar, þar sem liðið fékk aðeins eitt stig úr 12 leikjum.
Hinsvegar er nýtt lið af Snæfellsnesi, Reynir frá Hellissandi, komið í 4. deildina og leikur þar í fyrsta skipti í 34 ár, eða frá árinu 1987.