Framherjinn ungi Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er komin á ný til Þróttar í Reykjavík í láni frá Val en hún lét mikið að sér kveða með Þróttarliðinu í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á síðasta ári.
Ólöf, sem er 18 ára gömul, var þá í láni frá Val og var næstmarkahæsti leikmaður Þróttar í deildinni með sex mörk. Hún lék með Val í fyrstu umferð deildarinnar á dögunum en er nú komin aftur í Laugardalinn. Ólöf á að baki 20 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim níu mörk.