Þórsarar sannfærandi gegn Grindavík

Fannar Daði Malmquist Gíslason fagnar marki sínu í kvöld með …
Fannar Daði Malmquist Gíslason fagnar marki sínu í kvöld með liðsfélögum sínum. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þór náði í sín fyrstu stig í 1. deild karla í fótbolta í kvöld, Lengjudeildinni, er liðið vann 4:1-sigur á Grindavík á heimavelli í 2. umferðinni. Leikið var í Boganum. 

Leikurinn fór af stað með látum því Jakob Snær Árnason og Fannar Daði Malmquist Gíslason komu Þór í 2:0 með mörkum á 12. og 15. mínútu. Josip Zeba minnkaði muninn á 18. mínútu en Bjarki Þór Viðarsson kom Þór í 3:1 á 22. mínútu. 

Þórsarar voru ekki hættir í fyrri hálfleik því Guðni Sigþórsson skoraði fjórða mark Þórs og fimmta mark leiksins á 45. mínútu og var staðan í hálfleik 4:1. 

Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik en Josip Zeba, markaskorari Grindavíkur, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 62. mínútu. 

Bæði lið eru með þrjú stig eftir tvær umferðir. 

Grindvíkingurinn Josip Zeba skoraði og fékk rautt.
Grindvíkingurinn Josip Zeba skoraði og fékk rautt. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert