Kórdrengir fá markvörð frá Burnley

Frá leik Kórdrengja og Selfoss í Mjólkurbikarnum á dögunum.
Frá leik Kórdrengja og Selfoss í Mjólkurbikarnum á dögunum. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Fyrstu deildarlið Kórdrengja hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin í sumar en Daninn Lukas Jensen er kominn í raðir félagsins frá Burnley á Englandi. Jensen er 22 ára markvörður. 

Jensen kom til Burnley árið 2019 frá HIK frá Hellerup í heimalandinu og hefur leikið með varaliði félagsins. Hann var að láni hjá Bolton í ensku D-deildinni á þessari leiktíð en lék ekki með liðinu. 

Jensen mun leysa Andra Þór Grétarsson af hólmi en Andri sleit hásin á dögunum og verður ekkert með í sumar. Kórdrengir gerðu 1:1-jafntefli við Aftureldingu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert