Keflavík og Þróttur skildu jöfn, 2:2, í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í Keflavík í dag. Keflavík er nú með tvö stig og Þróttur þrjú.
Keflavík fór betur af stað og eftir nokkrar fínar sóknir skoraði Aerial Chavarin eftir hornspyrnu á 10. mínútu í sínum fyrsta leik hér á landi. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks þrátt fyrir nokkra pressu frá Þrótti.
Sú pressa hélt áfram í seinni hálfleik og það skilaði sér í jöfnunarmarki á 53. mínútu er Shea Moyer skallaði í netið eftir hornspyrnu. Aðeins þremur mínútum síðar kom Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir Þrótti yfir með marki af stuttu færi á fjærstönginni, 2:1.
Þróttarar héldu áfram að sækja næstu mínútu en nánast upp úr engu jafnaði varamaðurinn Amelía Rún Fjelsted á 67. mínútu úr fyrstu sókn Keflavíkur í seinni hálfleik. Eftir markið róaðist leikurinn nokkuð og urðu mörkin ekki fleiri.
Keflavík | 2:2 | Þróttur R. | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. | ||||
Augnablik — sæki gögn... |