Vantar meiri stöðugleika í liðið

Andri Ólafsson þjálfar ÍBV.
Andri Ólafsson þjálfar ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég er hrikalega óánægður með liðið mitt hvernig það kemur eða fer í gegnum þennan leik í í 90 mínútur, en við byrjuðum reyndar ágætlega,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, í samtali við mbl.is eftir 2:1 tap ÍBV gegn Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta á Sauðárkróki í dag.

„Við fáum ágætisfæri og mögulegt víti, en við áttum bara að gera betur, eftir það taka þær bara yfir leikinn, sterkari, kraftmeiri, þær vildu þetta bara meira, við vorum bara hræddar á móti þeim.

Þær skora tvö mörk, eða þrjú en þriðja markið er flaggað rangstaða, eftir það þá taka þær bara yfir leikinn og voru sterkari, kraftmeiri, þær vildu þetta bara meira. Við vorum bara hræddar á móti þeim. Við minnkuðum muninn og hefðum mögulega getað stolið jafntefli, en það hefði bara ekki verið sanngjarnt.

Ef maður leggur sig ekki fram og gerir grunnvinnuna rétt, talar saman og hjálpar hver annarri, þá fer svona. Stólarnir voru bara hrikalega þéttar unnu þetta bara sem liðsheild, vel gert hjá þeim.“

Þegar Andri var spurður hvort Tindastólskonur hefðu komið honum á óvart sagði hann:
„Nei þær gerðu það ekki. Þær eru bara með flott lið, vel skipulagðar og með nokkra alveg frábæra leikmenn sem við réðum bara frekar illa við. Þannig að nei þær komu mér ekki á óvart.

Markmið okkar í ár er að koma meiri stöðugleika á liðið sem gengur illa núna til að byrja með, en það er að koma meiri stöðugleika á leik okkar og frammistöðu og geri betur en í fyrra, stigalega séð,“ sagði Andri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert