Vestri með fullt hús eftir ótrúlegan lokakafla

Vestramenn fara vel af stað í sumar.
Vestramenn fara vel af stað í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Vestri er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Lengjudeild karla í fótbolta en liðið vann ótrúlegan 3:1-útisigur á Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í dag. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Daði Bergsson Þrótti yfir á 72. mínútu og var staðan 1:0 fram að 86. mínútu en þá hófst ótrúlegur lokakafli. 

Pétur Bjarnason jafnaði á 86. mínútu, Nicolaj Maden kom Vestra yfir á 90. mínútu og Luke Rae gulltryggði ótrúlegan 3:1-sigur með marki í uppbótartíma. 

Vestri, Fram og Fjölnir eru öll með sex stig eftir tvær umferðir en Þróttur er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert