Góð blanda af bráðungum og eldgömlum

Gunnar Nielsen fagnar eftir að hafa varið vítaspyrnu frá Stefani …
Gunnar Nielsen fagnar eftir að hafa varið vítaspyrnu frá Stefani Ljubicic í stöðunni 1:1. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Okkur vantar millialdurinn, við erum með bráðunga menn og svo eldgamla og það er gott fyrir þessa ungu að hafa reynslubolta til að halla höfðu sínu að þegar á bjátar,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari FH eftir 3:1 sigur á HK í Kórnum í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, þegar spurður hvort reynslan hefði skipt miklu máli.

Logi kátur eftir leikinn en sagði sigurinn ekkert auðveldan. „Ég held að við höfum fyrst og fremst unnið þetta á því að við lögðum áherslu á að vera rosalegir duglegir og viljugir til að hlaupa, vinna í varnarleiknum sem við gerðum, náðum svo upp góðu spili á köflum og skorum góð mörk eftir góða undirbúning. 

Framlag manna á vellinum var til fyrirmyndar og svo hjálpaði að Gunnar markvörður okkar varði vítaspyrnu – annars hefði málið orðið mun erfiðara því við vitum að HK-menn eru beinskeyttir, sterkir í loftinu og föstum leikatriðum. Við þurftum að mæta því og það gerðu menn vel.“

Logi Ólafsson þjálfari FH.
Logi Ólafsson þjálfari FH. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert