Refsað grimmilega

Ágúst Eðvald Hauksson sem skoraði tvö marka FH í baráttu …
Ágúst Eðvald Hauksson sem skoraði tvö marka FH í baráttu við Martin Rauschenberg miðvörð HK. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst við spila ágætlega og þetta var mjög svekkjandi en munurinn var að FH nýtti færin en við ekki,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 3:1 tap fyrir FH í Kórnum í kvöld þegar leikið var í efstu deild karla í fótbolta, Pepsi-max deildinni.

„Mér fannst leikurinn að mörgu leyti vel spilaður en okkur var refsað grimmilega fyrir smávægileg mistök en við verðum bara að halda áfram. Það er ekkert í þessu sem mér finnst að við  þurfum að breyta, við erum að skapa færi og fáum ekki mikið af færum á okkur en liðin hafa stundum nýtt færin sín gríðarlega vel. Fyrr eða síðar held ég að þetta sveiflist okkur í hag en að öðru leyti er bara að halda áfram vinnunni, það er nóg af leikjum eftir.“

Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert