Slóvensk landsliðskona til ÍBV

Kristina Erman mun leika með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í …
Kristina Erman mun leika með ÍBV í Pepsi Max-deildinni í sumar. Ljósmynd/ÍBV Sport

Knattspyrnukonan Kristina Erman er gengin til liðs við ÍBV en þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Kristina er 27 ára gömul og getur leikið sem bæði bakvörður og kantmaður en hún á að baki 25 landsleiki fyrir Slóveníu þar sem hún hefur skorað eitt mark.

Hún lék síðast með Pomigliano í ítölsku B-deildinni en hún hefur einnig leikið með Arnar-Björnar í Noregi, Twente og PSV í Hollandi og Torres á Ítalíu.

Við bjóðum Kristinu velkomna til ÍBV!“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Eyjakvenna.

ÍBV hefur farið ágætlega af stað í úrvalsdeildinni á tímabilinu en liðið er með 3 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir þrjá spilaða leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert