Þrír úrvalsdeildarslagir hjá konunum

KR og Selfoss léku til úrslita í bikarkeppninni 2019.
KR og Selfoss léku til úrslita í bikarkeppninni 2019. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír úrvalsdeildarleikir fara fram í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, en dregið var í húsakynnum Sýnar á Suðurlandsbraut í dag.

Fylkir tekur á móti Keflavík, Stjarnan fær ÍBV í heimsókn og Tindastóll fer í Kópavoginn og mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Þá mætast KR og Selfoss á Meistaravöllum í Vesturbæ en þessi lið léku til úrslita í bikarkeppninni sumarið 2019 þar sem Selfoss hafði betur.

Sextán liða úrslitin fara fram dagana 31. maí og 1. júní.

Drátturinn í heild sinni:

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir - Þróttur R.

FH - Þór/KA

Fylkir - Keflavík

KR - Selfoss

Völsungur - Valur

Stjarnan - ÍBV

Breiðablik - Tindastóll

Grindavík - Afturelding

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert