Toppslagurinn fer fram á Dalvík

KA og Víkingur mætast á Dalvíkurvelli á föstudaginn.
KA og Víkingur mætast á Dalvíkurvelli á föstudaginn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA tekur á móti Víkingi úr Reykjavík í toppslag úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Dalvíkurvelli á Dalvík. Þetta staðfesti KSÍ á heimasíðu sinni í dag.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Greifavelli á Akureyri föstudaginn 21. maí klukkan 18 en hefur nú verið færður til Dalvíkur þar sem Greifavöllur kemur illa undan vetri og er ekki tilbúinn.

Þetta er annar heimaleikur KA-manna á Dalvíkurvelli í sumar en liðið vann 3:0-sigur gegn Leikni úr Reykjavík í 2. umferð deildarinnar á Dalvík.

Bæði KA og Víkingur hafa farið mjög vel af stað á keppnistímabilinu til þessa en liðin eru bæði með tíu stig eftir fjórar umferðir í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert