Arnar Þór Viðarsson þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið 34 leikmenn fyrir vináttulandsleikina þrjá gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi sem fram fara 30. maí, 4. júní og 8. júní.
Ellefu nýliðar eru í hópnum, markverðirnir Elías Rafn Ólafsson frá Fredericia og Patrik Sigurður Gunnarsson frá Silkeborg, Brynjar Ingi Bjarnason úr KA, Hörður Ingi Gunnarsson úr FH, Ísak Óli Ólafsson úr Keflavík, Kolbeinn Þórðarson frá Lommel, Rúnar Þór Sigurgeirsson úr Keflavík, Valgeir Lunddal Friðriksson frá Häcken, Gísli Eyjólfsson úr Breiðabliki, Stefán Teitur Þórðarson frá Silkeborg og Þórir Jóhann Helgason frá FH.
Af þeim sem voru í landsliðshópnum í marsmánuði vantar Hannes Þór Halldórsson, Sverrir Inga Ingason, Hörð Björgvin Magnússon, Guðlaug Victor Pálsson, Arnór Sigurðsson, Ara Frey Skúlason, Jóhann Berg Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson.
Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason voru ekki með í þeim leikjum og eru heldur ekki með í þessu verkefni.
Viðar Örn Kjartansson, Mikael Anderson, Jón Guðni Fjóluson, Aron Elís Þrándarson, Andri Fannar Baldursson og Guðmundur Þórarinsson koma inn í hópinn á ný, eftir mislanga fjarveru.
Hópnum verður skipt niður þannig að einungis hluti leikmannanna mun taka þátt í öllum leikjunum. Þeir tíu sem eru merktir með stjörnu hér fyrir neðan verða ekki með gegn Mexíkó í Texas en koma inn í hópinn fyrir leikina í Færeyjum og Póllandi. Hinir 24 fara til Texas en það skýrist síðar hverjir þeirra verða áfram í hópnum fyrir hina tvo leikina.
Markmenn
Varnarmenn
Miðjumenn
Sóknarmenn