Fjölnir með fullt hús - Ólafsvíkingar stigalausir

Davíð Þór Ásbjörnsson fagnar eftir að hafa skorað fyrir Kórdrengi …
Davíð Þór Ásbjörnsson fagnar eftir að hafa skorað fyrir Kórdrengi í Ólafsvík í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Fjölnir er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í 1. deild karla í fótbolta, Lengjudeildinni, eftir sigur á Grindvíkingum á útivelli í kvöld, 2:0. Víkingar í Ólafsvík eru stigalausir á botninum eftir 1:3 tap gegn Kórdrengjum á heimavelli og Þróttur fékk sín fyrstu stig með þvi að sigra Selfoss 3:1 í Laugardalnum.

Ragnar Leósson og Hilmir Rafn Mikaelsson skoruðu mörk Fjölnis á þriggja mínútna kafla snemma í seinni hálfleiknum í Grindavík.

Kórdrengir sem leika í fyrsta sinn í 1. deild unnu sinn fyrsta sigur og voru með 3:0 forystu í hálfleik í Ólafsvík. Davíð Þór Ásbjörnsson skoraði tvö mörk og Loic Mbang Ondo eitt. Harley Willard náði að skora fyrir Ólafsvíkinga undir lokin.

Jón Guðbergsson, Lárus Björnsson og Hafþór Pétursson skoruðu mörk Þróttar í kvöld en Hrvoje Tokic gerði mark Selfyssinga og minnkaði þá muninn í 2:1 úr vítaspyrnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert