„Þó það sé alltaf gaman að skora og gera eitthvað fyrir liðið er aðalatriðið var að vinna leikinn,“ sagði Orri Hrafn Kjartansson, sem átti góðan leiki fyrir Fylki og skoraði tvö af mörkum Árbæinga í 4:2 sigri á Keflavík í Árbænum í kvöld þegar leikið var í 5. umferð efstu deildar karla í fótbolta, Pepsi Max-deildinni.
Fylkismenn fengu mörk þegar þeir voru í sóknarhug en hann var ekki alltaf til staðar í þessum leik. „Við fórum of aftarlega, þetta datt aðeins niður hjá okkur, og við náðum ekki að halda boltanum en ég held að menn hafi jafnvel verið örvæntingafullir að ná þessum stigum, það hefur eflaust spilað eitthvað inní.“
Árbæingar töpuðu 3:0 fyrir nýliðum Leiknis í síðasta leik og það hafði áhrif. „Við tökum einn leik fyrir einu en það var gríðarlega mikilvægt að ná þremur stigum, það skiptir öllu. Tapið gegn Leikni kveikti heldur betur í okkur, við fengum marga möguleika á að jafna í þeim leik en svo fór allt til fjandans í lokin svo það var mikilvægt að sýna að við eigum heima hérna og eigum að vera með fleiri stig en við erum komnir með,“ sagði Orri Hrafn.