Menn verða að læra fljótt

Keflavík varð að sætta sig við tap í Árbænum í …
Keflavík varð að sætta sig við tap í Árbænum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér fannst þetta ekki nógu gott, við mætum ekki í fyrri hálfleikinn, veit ekki hvað ég get sagt meira,“  sagði Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflvíkinga eftir 4:2 tap fyrir Fylki í Árbænum í kvöld þegar leikið var í 5. umferð úrvalsdeildar Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni.

Fyrirliðin fékkst þó til að segja aðeins meira. „Við komum sterkir inn í seinni hálfleikinn en fáum svo á stuttum tíma tvö mörk í andlitið.  Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur, þetta er ekki flóknara en það.“ 

Nýliðarnir eru með nokkra unga leikmenn sem eiga eftir að fá reynslu af efstu deildinni.  „Við vitum að reynslan er ekki mikil, það er á hreinu en það eru nokkrir með reynslu en menn verða að læra fljótt og hef enga trú á öðru en menn læri fljótt.   Við unnum Stjörnuna og þurfum nú að snúa  bökum saman og standa saman, mæta dýrvitlausir við Val sem er eftir tvo daga,“ sagði fyrirliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert