Þetta eru mínir uppáhaldsleikir

Ísak Snær Þorvaldsson til hægri á myndinni í leiknum í …
Ísak Snær Þorvaldsson til hægri á myndinni í leiknum í Kórnum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var kominn tími til. Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur í fyrstu leikjunum. Núna komum við okkur saman og börðumst allir. Það var enginn sem var ekki að vinna fyrir annan. Við áttum þennan sigur skilið fannst mér," sagði Ísak Snær Þorvaldsson miðjumaður ÍA eftir sigurinn á HK í kvöld, 3:1.

„Á köflum gerðu þeir það. Mér fannst við samt helvíti þéttir. Í byrjun áttum við aðeins erfitt með að átta okkur á því hvernig þeir voru að spila. Um leið og við áttuðum okkur á því fannst mér við vera betri.“

„Í síðasta leik nýttum við ekki færin sem við fengum en núna nýttum við þau öll. Í fyrstu leikjunum vorum við ekki að fá mikið af færum og mér fannst við ekki andlega tilbúnir. Núna vorum við klárir í stríðið.“

„Mér fannst við spila þetta vel. Við tókum allan tímann sem við þurftum og svona eiga fótboltaleikir að vera. Þeir eiga að vera spennandi, harðir og með rauðum spjöldum og mörkum. Þetta eru mínir uppáhaldsleikir,“ sagði Ísak. 

Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert