„Við börðumst fyrir hver annan“

Höskuldur Gunnlaugsson í leiknum í kvöld.
Höskuldur Gunnlaugsson í leiknum í kvöld. Eggert Jóhannesson

„Þetta var nú bara bón­us ofan á hrika­lega flotta frammistöðu hjá liðinu,“ seg­ir Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, fyr­irliði Breiðabliks og maður leiks­ins, um mark sitt í upp­bót­ar­tíma, sem kór­ónaði sann­fær­andi 4:0 heima­sig­ur Blika á ná­grönn­um sín­um í Stjörn­unni í 5. um­ferð Pepsi Max-deild­ar karla í kvöld. 

Hösk­uld­ur seg­ir aðspurður að sig­ur Blika í kvöld hafi sprottið upp úr hinu erfiða 3:0 tapi þeirra gegn Vík­ing­um í síðustu um­ferð. „Við horfðum aft­ur á leik­inn, og fór­um í smá nafla­skoðun, leik­menn og all­ir í liðinu, og þessi liðsheild og vinnu­fram­lag fyr­ir hver ann­an [sem Blikar sýndu í kvöld] var alls ekki til staðar á móti Vík­ing­um, og við heimtuðum að fá það upp aft­ur strax,“ seg­ir Hösk­uld­ur. „Þessi vilji til þess að fara í tæk­ling­ar fyr­ir hver ann­an og hlaupa fyr­ir hver ann­an skein af okk­ur í kvöld.“

Blikar urðu fyr­ir áfalli snemma leiks í kvöld þegar Thom­as Mikk­el­sen fór meidd­ur af velli á 10. mín­útu. Krist­inn Stein­dórs­son kom hins veg­ar í skarðið og átti frá­bær­an leik. „Við erum með breiðan og góðan hóp, við höf­um verið að rótera mikið, og það er ein­kenni á góðum hópi að maður kem­ur í manns stað,“ seg­ir Hösk­uld­ur, en viður­kenn­ir um leið að vont sé að missa Thom­as Mikk­el­sen. Seg­ist hann vona að Thom­as verði klár aft­ur í slag­inn eft­ir lands­leikja­hléið sem nú stend­ur fyr­ir dyr­um hjá Blik­um. 

Spurður um hvernig Blikar geti nú byggt á þess­um sigri seg­ir Hösk­uld­ur nauðsyn­legt að sinna grunn­vinn­unni, sem hafi verið í lagi í kvöld. „Þetta er auðvitað klisja, en þegar maður legg­ur inn grunn­vinn­una, þá koma gæðin í ljós, þannig að við náðum að sýna þau í verki.“

Hafði umræðan um fé­laga­skipti Sölva Snæs Guðbjarg­ar­son­ar ein­hver áhrif á und­ir­bún­ing Blika? „Nei, nei, alls ekki. Sölvi er hrika­lega efni­leg­ur og flott­ur fót­boltastrák­ur,“ seg­ir Hösk­uld­ur og bæt­ir við að umræðan hafi lík­lega verið mest hjá ein­hverj­um áhang­end­um á Twitter, sem hafi ætlað að kynda und­ir. „Sölvi er ekk­ert smá flott­ur og heil­steypt­ur gæi sem lof­ar mjög góðu. Við erum alla veg­ana ánægðir að fá hann í okk­ar raðir,“ seg­ir Hösk­uld­ur að lok­um.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka